Þorsteinn Þorsteinsson útibússtjóri í Árbæjarútibúi hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í útibúinu í Austurstræti 11. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir:

„Umsækjendur um stöðuna voru 23, þar af 10 starfsmenn Landsbankans og 13 aðrir utan bankans. Tvær konur sóttu um starfið en 21 karl.

Þorsteinn er þaulreyndur bankamaður og hefur starfað í Landsbankanum um áratuga skeið. Hann byrjaði sem sendill í aðalbanka í Austurstrætinu, starfaði í Endurskoðunardeild bankans, var fulltrúi í Múlaútibúi og síðar deildarstjóri í útibúinu að Laugavegi 77. Þorsteinn hefur einnig starfað á Tæknisviði sem þá var kallað og Markaðssviði Landsbankans. Hann hefur verið útibússtjóri í Árbænum í 10 ár.

Þorsteinn mun hefja störf í útibúinu Austurstræti 11 fljótlega.

Staða útibússtjóra í Árbæ verður auglýst laus til umsóknar innan skamms.“