Þorsteinn M. Jónsson, fyrrum eigandi Vífilfells, sá um að finna kaupendur að fyrirtækinu og gekk frá samkomulagi um sölu þess, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Stærsti kröfuhafi Vífilfells, Arion banki, hafði ekki leyst fyrirtækið til sín og kom ekki að sölunni að öðru leyti en að samþykkja hana þegar hún var frágengin.

Greint var frá því í síðustu viku að spænska fyrirtækjasamsteypan Cobega Group hefði gengið frá kaupum á Vífilfelli, sem framleiðir meðal annars Coca-Cola á Íslandi.

Kaupverðið fæst ekki uppgefið að beiðni nýju eigendanna en Arion banki hefur sagt að samkomulag um uppgjör skulda Þorsteins við bankann geri ráð fyrir fullum endurheimtum bankans. Þorsteinn mun hverfa úr eigendahópi Vífilfells eftir að viðskiptin verða formlega kláruð. Engir fyrirvarar eru þó um það í samkomulaginu að hann geti komið aftur að Vífilfelli síðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun

Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Landslénið .is veltir 170 milljónum króna á ári
  • Eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar græddi 600 milljónir árið 2009
  • Tugmilljarða kröfum lýst í bú Aska Capital
  • Stofnfjáraukning Byrs dró dilk á eftir sér
  • Þórður Magnússon, stjórnarformaður Marorku, segir ómögulegt að stunda nútímaviðskipti með gjaldeyrishöft í viðtali við Viðskiptablaðið.
  • Færri frídagar á árinu 2011
  • Ekki búist við skarpri vaxtalækkun
  • Erlent: Veikist Apple?
  • Dægurmenning: Tíu mest seldu plötur ársins
  • Eignir Seðlabankans rýrna hratt

Og margt, margt fleira..