Þorsteinn I. Valdimarsson héraðsdómslögmaður hefur bæst í hóp starfsmanna Atlas lögmanna frá og með 1. október sl.

Þorsteinn lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi þetta sama ár. Á árunum 2008-2014 starfaði Þorsteinn hjá lögfræðisviði Arion banka. Helstu starfssvið Þorsteins eru málflutningur, samningaréttur, kröfuréttur, viðskiptaréttur, veðréttur og gjaldþrotaskiptaréttur.

Atlas lögmenn hafa aðsetur á 11. hæð í Húsi verslunarinnar og eru lögmenn stofunnar nú þrír, þar af tveir með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti.