*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Fólk 5. júní 2020 16:50

Þórunn Anna tekur við af Tryggva

Tryggvi Axelsson hættir sem forstjóri Neytendastofu en hann hefur gegnt embættinu síðustu 15 árin.

Ritstjórn
Þórunn Anna Árnadóttir, nýr forstjóri Neytendastofu.
Aðsend mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sett Þórunni Önnu Árnadóttur í embætti forstjóra Neytendastofu frá 1. júlí til 31. desember en þetta kemur fram í tilkynningu Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í dag. .

Þórunn Anna er lögfræðingur og hefur starfað hjá Neytendastofu í 13 ár þar sem hún er sviðstjóri neytendaréttarsviðs og staðgengill forstjóra.

Tryggvi Axelsson hefur gegnt starfi forstjóra Neytendastofu undanfarin 15 ár og er Tryggva þakkað fyrir góð störf í þágu neytendamála.