*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 26. mars 2015 11:51

Þórunn í bankaráð Seðlabanka Íslands

Þórunn Guðmundsdóttir var í dag skipuð í bankaráð Seðlabanka Íslands í stað Ólafar Nordal.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Alþingi ákvað í dag að skipa Þórunni Guðmundsdóttur hæstaréttarlögmann í bankaráð Seðlabanka Íslands, en atkvæðagreiðsla um málið fór fram fyrir skömmu.

Kemur Þórunn inn í ráðið fyrir Ólöfu Nordal, sem sagði sig úr bankaráðinu í desember eftir að hafa tekið við embætti innanríkisráðherra.

Þórunn hefur starfað hjá LEX samfellt frá árinu 1983, eftir að hún lauk LL.M.-gráðu frá Cornell University Law School í Bandaríkjunum. Auk þess að sinna lögmannsstörfum hefur Þórunn setið í ýmsum nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og einkaaðila. Þá hefur Þórunn sinnt kennslu og prófdómarastörfum við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

Ársfundur Seðlabanka Íslands hefst í dag klukkan 16.