*

föstudagur, 23. ágúst 2019
Fólk 2. janúar 2019 10:45

Þórunn nýr markaðsstjóri hjá Samskipum

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Samskipa á Íslandi.

Ritstjórn
Þórunn er nýr markaðsstjóri Samskipa á Íslandi.
Aðsend mynd

Samskip hafa ráðið Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur í starf markaðsstjóra Samskipa á Íslandi en Þórunn Inga mun leiða innri sem ytri markaðsmál fyrirtækisins. Hún hefur störf hjá Samskipum á morgun, þriðja janúar.

„Ég er mjög spennt að taka til starfa, kynnast fjölbreyttri starfsemi Samskipa og sérstöðu fyrirtækisins og auðvitað menningunni og fólkinu. Ég færi mig yfir á algjörlega nýjan vettvang og það verður áhugavert,“ segir Þórunn.

Þórunn hefur á að skipa yfir 18 ára reynslu í markaðs- og kynningarmálum. Síðast starfaði hún sem framkvæmdastjóri íþróttasviðs Altis (Under Armour á Íslandi) á árunum 2013 til 2018. Áður var hún vörumerkjastjóri hjá Icepharma (Nike á Íslandi) 2005 til 2013. Þórunn Inga er með MBA próf frá Háskóla Íslands frá 2017.