*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Fólk 13. september 2018 13:33

Þorvaldur Helgi til Samkaupa

Þorvaldur Helgi Auðunsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri vöruhúss og flutninga hjá Samkaupum.

Ritstjórn
Þorvaldur tekur við rekstri vöruhúss og flutninga hjá Samkaupum.
Aðsend mynd

Þorvaldur Helgi Auðunsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri vöruhúss og flutninga hjá Samkaupum. Þorvaldur hefur þegar hafið störf en hann hefur verið starfandi hjá Samkaupum undanfarna mánuði við ráðgjöf og greiningar.

Þorvaldur er með þrjár háskólagráður, M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í verkfræði frá Lund University í Svíþjóð og B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands. Auk þess er hann í tilkynningu um málið sagðir hafa viðamikla alþjóðlega reynslu úr flutningageiranum og innkaupum.

Helstu verkefni Þorvaldar verða utanumhald og eftirfylgni á vöruhúsi Samkaupa, hagræðingar í rekstri vöruhússins, bættar og hagstæðari flutningaleiðir á landi og sjó- sem og annað tilfallandi.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is