Svo mikið er að gera hjá Þ.G. Verktökum um þessar mundir - og reyndar næstu 2-3 árin - að forstjórinn Þorvaldur Gissurarson þarf að fjölga starfsmönnum verulega. Hjá fyrirtækinu starfa 100 manns um þessar mundir. Þeir þurfa að vera um 300 í haust þegar helstu verkefni fyrirtækisins verða komin á skrið.

Á meðal helstu verka Þ.G. Verktaka um þessar mundir er bygging 140 íbúða fjölbýlishúss á Hampiðjureitnum ofan við Hlemm í Reykjavík, bygging fjölbýlishúss við Garðatorg í Reykjavík í Reykjavík og bygging verkmenntaskóla í Þórshöfn í Færeyjum. Það er því ekki að ófyrirsynju að Þorvaldur segir næstu þrjú árin í Færeyjum verða mjög viðburðarík hjá Þ.G. Verktökum því skólabyggingin er ein viðamesta framkvæmd af þessum toga í sögu Færeyja. Verkefnið er krefjandi og mannaflsfrekst og reiknar Þorvaldur með því að strax í haust muni 200 manns koma að vinnu við sólann.

Ekki eru öll verk Þ.G. Verktaka hér upp talin því fleiri eru á teikniborðinu hjá Þorvaldi.

Rætt er ítarlega við Þorvald um stöðuna í byggingageiranum, bæði framkvæmdir á vegum einkaaðila, íbúðabyggingar og stöðu opinberra framkvæmda í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .