Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að hann fari í tímabundið leyfi. Stjórnin hefur orðið við þeirri beiðni, að því er fram kemur í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Ástæðan er sú að Þorvaldur Lúðvík er einn þriggja manna sem voru ákærðir í svokölluðu Stím máli.

Stjórn felur stjórnarformanni, Oddi Helga Halldórssyni, að sinna opinberum skyldum félagsins á meðan. Stjórn óskaði jafnframt eftir því við Þorvald Lúðvík að hann sinnti áfram öðrum verkefnum sem hann hefur haft með höndum fyrir félagið. Þorvaldur Lúðvík mun því áfram sinna störfum fyrir félagið.