Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, segir í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Í uppfærslu sinni segir Þorvaldur að málinu verði áfrýjað, og að niðurstaða sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. Að lokum segist hann saklaus af því sem honum var gefið að sök.

Þorvaldur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í dag. Auk hans voru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, dæmdir til fangelsisvistar.

Lárus hlaut þá fimm ára fangelsi og Jóhannes tveggja ára fangelsi.