Þorvaldur Makan hefur verið ráðinn til starfa hjá ALM Verðbréfum hf. og mun þar sinna starfi sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf.

Þorvaldur starfaði m.a. áður hjá Símanum hf. (2002-2005) og Vodafone hf. (2005-2008) sem viðskiptastjóri og var einnig ábyrgur fyrir fjárfestingum og stefnumótun fyrir yfirstjórn.  Hann starfaði hjá skilanefnd Glitnis Banka hf. (2009-2012) m.a. við stýringu og umsjón með lánasöfnum bankans. Frá árinu 2012 og þar til Þorvaldur hóf störf hjá ALM, starfaði hann hjá Privos Capital í Svíþjóð sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins í Evrópu.

Þorvaldur er með Bsc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og lauk meistaragráðu í fjármálum frá Harvard Extensin School árið 2012.

ALM Verðbréf hf. er verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og hefur haft starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu frá árinu 2010.