Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi, hefur verið ráðinn svæðisstjóri yfir mörkuðum Suður- og Austur Evrópu. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Icelandair.

„Þorvarður hóf störf hjá Icelandair 1978 í farskrárdeild, hann varð fulltrúi á sölu- og markaðssviði 1984 og svo sölustjóri til 1988, en flutti þá til London og var í 7 ár sölu- og markaðsstjóri fyrir Bretland og Írland, síðan yfirmaður söluskrifstofu Icelandair í Amsterdam í Hollandi í 4 ár, frá 1995 til 1999, og var svæðisstjóri yfir Þýskalandi tvö ár (auk Sviss, Austurríkis, Ítalíu, Tékklands og Póllands). Hann flutti aftur til Íslands 2001 og hefur verið svæðisstjóri yfir íslenska sölusvæðinu þar til nú. Þorvarður er giftur Guðrúnu Gísladóttur og eiga þau fimm börn,“ segir í tilkynningunni.