Þor­varður Tjörvi Ólafs­son hefur verið ráðinn næst­ráðandi (e. Deputi­y Unit Chief) í fjár­magns­flæðis­einingu Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins (AGS) en hann hefur starfað hjá sjóðnum frá árinu 2016.

„Þetta hefur verið markmið frá því ég komst hingað og ég leyfi mér að fagna þessum áfanga í dag,“ segir Þorvarður Tjörvi í færslu á Facebook sem birtist í lok síðustu viku.

Hann starfaði sem hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands á árunum 2005-2016. Hann tók þar þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum, þar á meðal í tengslum við losun fjármagnshafta. Þorvarður Tjörvi lauk doktorsnámi við háskólann í Árósum árið 2016.