Nútímaþrælahalda er mest í Márítaníu, á Haítí og Pakistan, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í dag.

Global Slavery Index er tölfræði (eða vísitala) sem góðgerðarsamtökin Walk Free Foundation gefa út. Þar er 162 ríkjum raðað eftir því hvort talið er að þar sé fólki þröngvað til vinnu eða í hjónaband, hvort þar viðgangist mansal eða hvort börn séu þröngvuð í hermennsku.

Walk Free Foundation voru stofnuð á síðasta ári í Ástralíu. Mörg af helstu fyrirmennum heimsins hvöttu til stofnunar samtakanna, þar á meðal Tony Blair, Hillary Clinton og Bill Gates.

Hillary Clinton sagði í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér að þótt þessi tölfræði væri ekki fullkomin þá væri hún ágætis viðmið og hvatti þjóðarleiðtoga til að kynna sér hana.

Það var USA Today sem greindi frá.