*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Fólk 12. september 2019 09:02

Þráinn nýr framkvæmdastjóri VITA

Þráinn Vigfússon hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar VITA.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Þráinn Vigfússon hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar VITA, dótturfélags Icelandair Group. Hann tekur við af Herði Gunnarssyni sem hefur byggt upp og leitt félagið í tæpan áratug. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Þráinn hefur áralanga reynslu af stjórnunarstörfum í ferðaþjónustu og hefur starfað sem fjármálastjóri VITA og Iceland Travel síðastliðin 10 ár. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Kynnisferða, eða á árunum 2004 til 2007, eftir að hafa starfað sem fjármálastjóri fyrirtækisins frá árinu 1996. Þá hefur hann gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samtök ferðaþjónustunnar og setið í stjórnum nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja.

Þráinn er með Cand. Oecon gráðu af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Hann er giftur Svövu Liv Edgarsdóttur, matvælafræðingi og eiga þau þrjá syni.

Stikkorð: VITA Þráinn Vigfússon