Daniel Barrios Castilla, orkuverkfræðingur sem starfar hjá tæknifyrirtækinu Controlant hér á landi eftir að hafa flust hingað til að stunda nám, segir ferlið við að flytja, búa og starfa hér á landi óþarflega flókið og erfitt.

Peningarnir ekki í „viðurkenndum“ gjaldmiðli

„Þú þarft helst að vera kominn með landvistarleyfi við komuna til landsins. Svo þarf maður að sýna fram á að maður eigi pening til að framfleyta sér að lágmarki næstu sex mánuðina, helst alla fyrirhugaða dvölina.“

Þótt Daniel hafi átt fyrir framfærslunni dugði það hins vegar ekki til, því peningurinn var í kólumbískum pesóum, sem ekki telst viðurkenndur gjaldmiðill í augum íslenskra yfirvalda í þessu samhengi þótt Kólumbía sé margfalt stærra hagkerfi en Ísland.

„Ég þurfti því að stofna bankareikning í Evrópu og kaupa þar gjaldeyri, því ekki gat ég stofnað reikning hér án kennitölu, og kaupa svo evrur fyrir pesóana.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði