Innflutnings- og verslunarfyrirtækið Smith & Norland hagnaðist um 10,6 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn rúmlega þrefaldaðist milli ára en ári fyrr nam hann 3,1 milljón króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins námu eignir þess 906 milljónum króna í árslok en skuldir voru 514 milljónir króna. Nam eigið fé fyrirtækisins því 391 milljón króna í lok ársins og var eiginfjárhlutfall félagsins 43%.

Smith & Norland er umboðsaðili Siemens hér á landi, en Margrét Norland er stærsti eigandi fyrirtækisins með 60% eignarhlut. Þá eiga Kristín, Jón og Halla Norland 10% eignarhlut hvert.