Lloyd Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri Goldman Sachs Group, varaði við því um mitt síðasta ár að hækka laun bankastarfsmanna á Wall Street. Nokkrum mánuðum síðar voru laun hans þrefölduð og nema nú um 2 milljónum Bandaríkjadölum á ári.

Blankfein er um margt umdeildur og ummæli hans hafa oftar en ekki vakið athygli. Í yfirheyrslu hjá þingnefnd Bandaríkjaþings um fjármálakrísuna sagði Blankfein að það hefði verið stefna Goldman Sachs í mörg ár að greiða háa bónusa frekar en há árslaun. Upptakan af yfirheyrslunni var gerð opinber í þessari viku Síðan þá hefur bandaríska þingið þó sett reglur um bónusgreiðslur en þær hafa þótt umdeildar í ljósi þeirra vandræða sem bankar þar í landi hafa ratað í.

Hins vegar gilda engin lög um laun æðstu stjórnenda og hafa þau farið stighækkandi undanfarin misseri í fjármálageiranum vestanhafs.