*

mánudagur, 6. júlí 2020
Erlent 9. maí 2018 12:22

Þrefalt kolefnisfótspor ferðamanna

Ný rannsókn bendir til að gróðurhúsaáhrif af ferðaþjónustu hafi verið stórlega vanmetin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ný rannsókn bendir til að gróðurhúsaáhrif af ferðaþjónustu hafi verið stórlega vanmetin. Rannsóknin bendir til að kolefnisfótspor ferðamanna sé þrefalt stærra en áður var talið og að ferðaþjónustan sé ábyrg fyrir allt að 8% af kolefnisútblæstri í heiminum. Áður var talið að þessi tala væri nær 2,5% til 3%.

Í frétt á vef BBC segir að við matið sé stuðst við heildstæðari nálgun og ekki aðeins horft til útblásturs af heimshornaflakkinu heldur einnig af dvöl ferðamanna og þess koltvísýrings sem dvöl þeirra skapar - svo sem vegna matar, hótela og verslunar. 

Í rannsókninni segir að ríkir ferðamenn séu stærsta uppspretta koltvísýrings í ferðaþjónustunni. Einn rannsakendanna bendir á að þegar ríkt fólk ferðast verji það meiri fjármunum í koltvísýringsfrekar samgöngur, mat og ýmislegt fleira. Efnaminni ferðamenn eru hins vegar líklegri til að hafa minna kolefnisfótspor.