Tekjur Vodafone á fyrsta fjórðungi voru næstum þrefalt meiri af farsíma en af fastlínusímum. Tekjur af farsíma námu 1125 milljónum króna en telkjur af fastlínu námu 401 milljón króna.  Athygli vekur þó að bæði tekjur af farsímaþjónustu og fastlínu minnka. Tekjur a f farsíma minnka um 9% en tekjur af fastlínu minnka um 6%.

Tekjur af sjónvarpi aukast aftur á móti um 56% frá sama tímabili í fyrra. Þær námu 413 milljónum á fyrsta fjórðungi en 265 milljónum á sama fjórðungi í fyrra. Tekjur af annarri þjónustu, sem ekki er skilgreind í fjárfestakynningu, nam 515 milljónum króna og hækkaði um 18%. Tekjur af gagnaflutningi hækkaði um 3% á milli fjórðunga og nam 719 milljónum króna.

Uppgjör fyrirtækisins, sem birt var í gær, er ágætt en fyrirtækið hagnaðist um 135 milljónir króna.