Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi halda áfram útgjöld að aukast til eftirlitsstofnana í landinu, eða um 2,3%, en milli áranna 2010 til 2018 jukust útgjöld þeirra um meira en helming að því er Fréttablaðið greinir frá.

Á milli áranna 2010 og 2014 jukust útgjöld 21 stofnunar sem sinna eftirliti um rúmlega 6% en svo um rúm 47% frá 2014 til 2018 þannig að yfir allt tímabilið hafa útgjöldin aukist um 57%.

Námu útgjöld þessara stofnana, sem samanstanda bæði af beinum framlögum úr ríkissjóði og gjöldum á þá sem haft eftirlit með, 12 milljörðum árið 2010, 12,8 milljarða árið 2014 en 19 milljarða árið 2018, m.v. verðlag ársins í ár. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 19,5 milljörðum til þeirra á næsta ári.

Á sama tíma sýna tölur yfir 14 stofnanir sem hægt er að sjá starfsmannafjöldann hjá að árið 2010 voru þeir 615 en 600 árið 2014 og í lok síðasta árs voru þeir orðnir 691. Sú stofnun sem vaxið hefur mest er fjölmiðlanefnd, en útgjöld hennar hafa farið úr 56 milljónum árið 2018 en fara í 480 milljónir króna á næsta ári.