Það voru þeir Kevin Kinsella, áhættufjárfestir í erfðavísindum, og Kári Stefánsson sem saman stigu fyrstu skrefin við stofnun Íslenskrar erfðagreiningar. Í ævisögu Kára, sem Guðni Th. Jóhannesson ritaði án samvinnu við Kára, segir að þeir Kári og Kinsella hafi talið Ísland bjóða upp á kjörnar aðstæður til leitar á ýmsum þeim genum sem valda sjúkdómum. Kinsella hafði áður komið að slíkum rannsóknum á 300 íbúum eldfjallaeyjunnar Trastan da Cunha í Atlantshafi.

Af upphafi Íslenskrar erfðagreiningar segir Guðni þannig frá í bók sinni að Kinsella hafi komið til Íslands og fundað með Kára og fleirum þar sem ýmsar hugmyndir voru ræddar. Síðar hafi Kinsella hins vegar áttað sig á því að Kári ætlaði sér stærri hlut í fyrirtækinu en Kinsella hafði áhuga á og í kjölfarið hafi samskiptum þeirra lokið. „Það verður seint tekið frá Kára að hann vann þrekvirki með því að koma þessu fyrirtæki á laggirnar,“ var haft eftir höfundinum Guðna í viðtali við Morgunblaðið en töluvert var á sínum tíma rætt um stofnun fyrirtækisins og þann gagnagrunn sem svo var komið á laggirnar.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er starfsferill Kára Stefánssonar rifjaður upp. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.