Notendur Apple appverslunarinnar eyddu samtals meira en einum milljarði bandaríkjadala, um 116 milljörðum íslenskra króna, í desember. Um þremur milljörðum appa var hlaðið niður í þeim mánuði. Á vef Forbes kemur fram að þetta er söluhæsti mánuðurinn í sögu appverslunarinnar.

Notendur eyddu meira en 10 milljörðum dala í öpp á nýliðnu ári. Við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir það að gera árið 2013 að besta árinu í sögu appverslunarinnar, sagði Eddy Cue, yfirmaður iTunes sem á appverslunina, í tilkynningu. „Við hlökkum til að sjá hvaða nýju öpp koma á markaðinn á þessu ári,“ bætti hann við.