*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 29. september 2020 13:20

Þremur sagt upp hjá Landsbankanum

Þremur hefur verið sagt upp hjá fyrirtækjamiðstöð Landsbankans. Stöðugildum hjá bankanum hefur fækkað um nær 200 frá 2015.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Guðjónsson

Þremur starfsmönnum fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans í Borgartúni var sagt upp störfum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum voru uppsagnirnar liður í hagræðingaraðgerðum hjá bankanum. 

Starfsmönnum í bankakerfinu hefur fækkað til muna undanfarin ár. Ársverkum hjá Landsbankanum hefur fækkað um tæplega 200 frá árslokum 2015. Þá voru ársverk innan bankans um 1.060 en voru orðin 872 um mitt þetta ár samkvæmt uppgjöri Landsbankans.

Stikkorð: Landsbankinn bankakerfi bankar uppsagnir