Skuldbindingar ríkisins sem flokkast undir ríkisábyrgðir nema um 1.307 milljörðum króna samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar um ríkisábyrgðir. Nærri 70% ríkisábyrgða, eða um 910 milljarðar króna eru vegna Íbúðalánasjóðs. Ábyrgðin sýnir verðbréfaútgáfu sjóðsins á nafnverði, með áföllnum vöxtum og verðbótum, utan húsbréf sem eru á markaðsvirði.

Um 27% ríkisábyrgða eru vegna Landsvirkjunar, eða rúmlega 350 milljarðar króna. Upphæðin sýnir ábyrgðarhluta ríkisins af heildarskuldum Landsvirkjunar.

Um 75% ríkisábyrgða eru í íslenskri mynt, rúmlega 11% í dollurum og einnig í evrum.

Svar fjármálaráðherra og lista yfir ríkisábyrgðir má sjá hér .