Þrettán sveitarfélög eru yfir leyfilegu skuldaviðmiði miðað við ársreikning 2014, sem þýðir að þau skulda meira en 150% af reglulegum tekjum sínum. Árið 2013 voru tólf sveitarfélög yfir þessu viðmiði þannig að staðan að þessu leyti hefur versnað milli ára, en tölur fyrir árið 2015 munu liggja fyrir um mitt ár.

Í sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2012 var lögð sú lína að hlutfall heildarskulda af tekjum sveitarfélaga mætti ekki fara yfir 150 prósent. Ákveðinn aðlögunartími var gefinn og höfðu sveitarfélög allt að 10 ár til að laga reksturinn að þessu markmiði.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS), sem er nefnd innanríkisráðuneytisins, reiknar út skuldaviðmiðið og fékk Viðskiptablaðið útreikningana og fjallaði um í október í fyrra. Af þeim þrettán sveitarfélögum sem eru nú yfir leyfilegu skuldaviðmiði eru þrjú ný en það eru Bolungarvík, Ísafjarðarbær og Árborg.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.