Orkustofnun ætlar að gefa út þriðja leyfið til olíuleitar á Drekasvæðinu til Cnooc Iceland á miðvikudag í næstu viku. Boðað hefur verið blaðamannafundar þar sem leyfið verður formlega veitt. Með Cnooc vinna norska félagið Petoro og Eykon Energy, sem er í eigu fjárfestisins Heiðars Más Guðjónssonar, Gunnlaugs Jónssonar og Terje Hagevang,

Í tilkynningu frá Orkustofnun segir að með þessari þriðju leyfisveitingu er úthlutun leyfa lokið samkvæmt öðru útboði sérleyfa á Drekasvæðinu. Umsóknarfrestur var til 2. apríl 2012. Orkustofnun hafði í janúar síðastliðinn veitt annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, Íslensku kolvetni ehf. og Petoro Iceland AS og hins vegar Valiant Petroleum ehf. [nú Ithaca Petroleum ehf.], Kolvetni ehf. og Petoro Iceland AS sérleyfi á Drekasvæðinu.