*

föstudagur, 24. september 2021
Innlent 30. júlí 2021 13:27

Þriðja þota Play væntan­leg í næstu viku

Play stefnir að því að taka þriðju flugvélina í rekstur í byrjun ágústmánaðar.

Ritstjórn
Við undirbúning á þriðju Play þotunni.
Aðsend mynd

Flugfélagið Play mun taka á móti sinni þriðju flugvél í næstu viku. Verið er að leggja lokahönd á undirbúning og viðbúið er að vélin verði tekin í notkun í byrjun ágúst. Þetta kemur fram í Linkedin færslu Birgis Jónssonar, forstjóra Play.

Floti Play mun nú samanstanda af þremur Airbus A321 Neo flugvélum en félagið stefnir á að bæta við sig þremur vélum til viðbótar næsta vor. Í fjárfestakynningu Play kom fram að félagið sé með vélarnar á langtímasamningi og að leiguverðið sé 24% lægra heldur en verðið var fyrir Covid (samanburðinn nær ekki til PBH áhrifa).

Play tók á móti sinni fyrstu flugvél um miðjan júní og fyrsta farþegaflug félagsins var til London Stansted nokkrum dögum síðar. Flugfélagið fékk aðra flugvélina sína afhenta þann 3. júlí síðastliðinn.

Stikkorð: Play Airbus A321 Neo floti