Bandaríska alríkisstofunin Federal Deposit Insurance Corporation (FDIC) hefur tekið yfir þrjá banka það sem af er þessu ári.  Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

Stofnunin tók á föstudag yfir lítinn banka í Georgiu, Oglethorpe Bank of Brunswick, en bankinn var með 212 milljónir dala í innistæðum.

Árið 2010 tók stofnunin yfir 157 banka og árið 2009 voru þeir 140.