Þriðju og síðustu umræðu um fjárlög 2012 skömmu fyrir miðnætti í gær með ræðu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra en atkvæðagreiðsla um fjárlögin fer fram í dag. Að því er haft er eftir Steingrími á vef Morgunblaðsins sagði hann lokaniðurstöðuna í frumvarpinu vera nálægt þeim markmiðum sem lagt var upp með, þ.e. að ná hallanum í viðunandi niðurstöðu árið 2012 en að gert væri ráð fyrir mildari skrefum árin 2013 og 2014.