Velta á skuldabréfamarkaði í janúar síðastliðnum nam 137,2 milljörðum króna og jóskt um 35% frá sama mánuði í fyrra samkvæmt viðskiptayfirliti Kauphallarinnar fyrir mánuðinn. Er þetta fjórtándi mánuðurinn í röð sem velta eykst á markaðnum miðað fyrir sama mánuð ári áður.

Samanlögð velta á markaðnum síðustu 12 mánuði nemur nú um 1.448 milljörðum króna og er 33,4% hærri en hún var á sama tíma fyrir ári síðan. Þá hefur velta yfir 12 mánaða tímabil ekki verið hærri frá því í mars árið 2017.

Sjá einnig: Veltan ekki verið meiri frá hruni

Mest velta á markaðnum var með ríkisbréf í febrúar eða 79,2 milljarðar en þar á eftir komu skuldabréf bankanna með 34 milljarða veltu.

Kvika banki var með hæstu hlutdeildina í miðlun á skuldabréfamarkaði eða 22,6% en þar á eftir kom Íslandsbanki með 18,1% og Arion banki með 16,4%.