Matsfyrirtækið Standard & Poor's telur a.m.k. 33% líkur á því að Grikkir kasti evrunni eftir þingkosningar 17. júní næstkomandi.

Matsfyrirtækið segir að miðað við niðurstöður síðustu þingkosninga þá séu enn talsverðar líkur á því að þeir stjórnmálaflokkar sem vilji rjúfa samkomulag við Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðra kröfuhafa Grikkja sem muni leiða til þess að stjórnvöld fái ekki þau lán sem þau þurfa á að halda til að standa við skuldbindingar sínar. Það getur svo aftur leitt til þess að Grikkir snúi baki við myntbandalagi Evrópu þrátt fyrir að vísbendingar séu um að meirihluti Grikkja vilji halda í evruna.