Um 34% skráðra félaga hafa skilað inn ársreikningum til Ríkisskattstjóra. Lög kveða á um að það eigi að gera eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Sérstakar og þrengri reglur gilda um félög sem eru skráð á opinberu verðbréfaþingi. Talsverð brögð eru engu að síðust að því að skráð félög sinni ekki þessari skyldu. Skilafresturinn rann út 31. ágúst.

Fram kemur í samantekt Creditinfo um málið að til dagsins í dag hafi 11.471 félag skilað inn ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár. Það jafngildir um 34% skilaskyldra fyrirtækja.

Skilin nú eru nokkuð lakari en í fyrra. Á sama tíma í fyrra hafði 13.471 af 32.912 skráðum félögum skilað inn ársreikningi fyrir árið á undan eða um 41% fyrirtækja.