Þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 34 ára bjó enn í foreldrahúsum árið 2010, samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mun fleiri ungir karlmenn búa heima hjá mömmu og pabba en ungar konur. Hlutfallið er 38,2% hjá körlunum en 28,4% hjá konunum.

Í báðum tilfellunum eru fleiri sem búa heima hjá foreldrunum nú en fyrir hrun. Árið 2006 bjuggu 29,9% Íslendinga á þessum aldri í foreldrahúsum. Árið 2010 var hlutfallið komið upp í 33,3%.

Ísland er í algjörri sérstöðu í þessum efnum miðað við hin Norðurlöndin. Í Danmörku býr 17,7% fólks á aldrinum 18 til 34 enn í foreldrahúsum og er hlutfallið lægst þar. Það er hæst í Svíþjóð, 24,3%. Króatískum karlmönnum virðist hins vegar líka langbest á Hótel Mömmu en 87% þeirra bjó enn í foreldrahúsum árið 2010.

Nánar er fjallað um Hótel mömmu í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.


Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Nafnabreytingin á Skýrr kostaði skildinginn
  • Indriði H. Þorláksson er á góðu tímakaupi í fjármálaráðuneytinu
  • Álag bankanna í gjaldeyrisviðskiptum hefur margfaldast
  • Langt í að mál á borði sérstaks saksóknara fyrnist
  • Árni Páll Árnason gerir upp ráðherratíðina í ítarlegu viðtali
  • Skattlagning á lán einkahlutafélaga til eigenda er ólögmæt
  • Lækkun skuldabréfaverðs er vísbending um stýrivaxtahækkun
  • Umfang ferðaþjónustunnar hefur tvöfaldast á 10 árum
  • Astraeus skuldaði milljarða við gjaldþrot
  • Öryggismál fyrirtækja þykir góður bísness
  • Óðinn fjallar um fyrirhugaða rannsókn á einkavæðingu bankanna
  • Allt um sjónvarpskokka, ferðalög og nýráðinn aðstoðarmann fjármálaráðherra
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Tý sem fjallar um nýja Ísland
  • Myndasíður, umræður og pistlar og margt, margt fleira...