Í september dróst flugumferð í Leifsstöð saman um 89% frá fyrra ári, meðan farþegafjöldinn dróst saman um 96% frá fyrra ári. Frá ágústmánuði var fækkunum um 54 þúsund manns, eða rétt um þrír fjórðu að því er mbl.is greinir frá. Því var heildarfjöldi farþega um völlinn í september rétt um 15 þúsund manns, þar af þriðjungur Íslendingar að því er Túristi greinir frá.

Erlendu farþegarnir voru í 10.126 í september en Íslendingarnir voru 4.898, og dróst fjöldi þeirra saman um 90%. Næst fjölmennasti hópurinn voru Þjóðverjar, eða 2.147, og dróst fjöldi þeirra saman um 85% milli ára, en þriðji fjölmennasti hópurinn voru Pólverjar, eða 1.739, og dróst fjöldi þeirra saman um 79%.

Í marsmánuði síðastliðnum var fækkun farþega frá árinu áður 53%, en fór í 99% í apríl og maí, svo í 97% í júní, 80% í júlí og í 75% í ágúst.