*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Erlent 31. júlí 2020 07:40

Þriðjungur kjúklinga þjást af húðbólgu

Baráttufólk fyrir dýravelferð hafa hrósað KFC fyrir að birta skýrslu um velferð kjúklinga í fyrsta sinn.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Meira en þriðjungur kjúklinga á framleiðslubýlum KFC í Bretlandi og Írlandi þjást af sársaukafullri húðbólgu á gangþófum. Þetta kemur fram í fyrstu opinberlegu skýrslu fyrirtækisins um kjúklingavelferð. Guardian segir frá.  

Húðbólga á gangþófum einkennist af fótasárum, yfirleitt af völdum lélegra loftræstinga og þrifa. Í alvarlegum tilfellum kemur bólgan í veg fyrir að fuglarnir gangi eðlilega. Einn af hverjum tíu kjúklingum á framleiðslubýlunum þjáist af sviða á hæklum af völdum ammóníaks úr úrgangi annarra fugla.

Nær allir kjúklingar sem eru ræktaðir fyrir KFC eru af hraðvaxandi stofni og eru einungis þrjátíu daga að ná sláturþyngd. Skyndibitarisinn hyggst nota í meiri mæli kjúklingastofna sem vaxa hægar og eru í minni hættu á sjúkdómum og meiðslum. Slík umbreyting myndi einnig draga úr þörf  sýklalyfja. KFC hefur líka í huga að auka bil á milli kjúklinga sem myndi líklega leiða til betri heilsu þeirra. 

Skyndibitafyrirtækið hefur fengið hrós frá baráttufólki á sviði dýravelferðar fyrir að birta opinberlega gögn um velferð dýra í fyrsta sinn. 

Stikkorð: KFC