Í kring­um 110 þúsund Íslend­ing­ar setj­ast á skóla­bekk í haust, en það er rétt rúm­lega einn þriðji lands­manna. Þessu greinir mbl.is frá.

Þetta telur einungis við um þá sem eru skráðir í nám við leik-, grunn-, fram­halds- og há­skóla lands­ins en ekki þá sem sækja mennt­un í tón­list­ar­skól­um eða með óform­leg­um hætti.

Rúm­lega 20 þúsund manns eru um þessar mundir skráðir í há­skól­ana sjö. Hins vegar verða end­an­leg­ar skrán­ing­ar­töl­ur ekki ljós­ar fyrr en í októ­ber þegar tekið hef­ur verið til­lit til þeirra sem skrá sig í og úr námi eft­ir að haustönn hefst. Það lítur út fyrir að fjöldi stúd­enta í há­skóla­námi á Íslandi muni þó hugs­an­lega tvö­fald­ast frá ár­inu 2000, þegar stúd­ent­ar voru 10.478 tals­ins.