Nýtt framboð Guðmundar Steingrímssonar í þingkosningunum árið 2013 nýtur stuðnings 33,5% kjósenda, samkvæmt niðurstöðum skönnunar MMR. Meirihlutinn, 66,5%, sagði í könnuninni ekki myndu kjósa nýtt framboð. Stuðningur við Guðmund er mestur í röðum Samfylkingarfólks en minnstur hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins.

65,9% Samfylkingarfólks sagði koma til greina að kjósa framboð Guðmundar samanborið við 47,5%, stuðningsfólks Vinstri grænna, 17,4% stuðningsfólks Framsóknarflokksins og 7,4% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.

Þá kemur fram að mestur stuðningur við nýtt framboð Guðmundar sé meiri á höfuðborgarsvæðinu (36,6%) en á landsbyggðinni (28,1%) og meiri hjá kjósendum á aldrinum 30 til 49 ára (39,4%). Stuðningurinn er 36,1% hjá fólki á aldrinum 19 til 29 ára.

Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar hér