MMR hefur birt niðurstöður úr nýrri könnun þar sem athuguð var afstaða almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 33,3% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið borið saman við 32,3% í janúar 2014. Hlutfallið nam hins vegar 37,4% í júlí. Hins vegar sögðust 48,5% vera andvíg inngöngu Íslands, borið saman við 50,0% í janúar 2014.

Af þeim sem tóku afstöðu og voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB voru hlutfallslega flestir á aldrinum 50-67 ára. 38,6%% einstaklinga á aldrinum 50-67 ára sögðust hlynnt því að Ísland gangi í ESB, 34,8% einstaklinga á aldrinum 30-49 ára voru hlynnt inngöngu og 29,1% einstaklinga á aldrinum 18-29 ára voru hlynnt inngöngu Íslands í ESB. Einstaklingar yfir 67 ára aldri voru síst hlynntir því að Island gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu og voru 68 ára eða eldri sögðust 26,6% vera hlynnt inngöngu Íslands í ESB.

Niðurstöður sundurliðaðar eftir mismunandi hópum:

© Aðsend mynd (AÐSEND)