*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 20. október 2011 06:45

Þriðjungur vill halda Jóhönnu í formannssætinu

Samfylkingarfólk vill ýmist sjá Jóhönnu, Guðbjart eða Dag sem formann flokksins, samkvæmt nýrri könnun Viðskiptablaðsins.

Bjarni Ólafsson

Rétt rúmur þriðjungur stuðningsmanna Samfylkingarinnar (36,1%) treysta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra best til að gegna embætti formanns Samfylkingarinnar. Kemur þetta fram í nýrri skoðanakönnun, sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið.

Næst á eftir koma Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra með 28,3% stuðning flokkssystkina sinna og Dagur B. Eggertsson, varaformaður flokksins, með 17,2% stuðning.

Þá styðja 9,7% Samfylkingarfólks sem þátt tók í könnuninni Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem formann flokksins en 8,7% Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Hverju eftirtalinna treystir þú best til að gegna embætti formanns Samfylkingarinnar? Heimild: Skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, gerð 6.-10.október 2011.