Þjóðskrá Íslands hefur tölur um skráningar einstaklinga í og úr trúfélögum frá 1. október til 31. desember, en úthlutun sóknargjalda fer eftir trúfélagsskráningu þann 1. desember ár hvert.

Meðal þess sem kemur þar fram er að alls gengu 3176 í trúfélagið Zuism, en félagið lofaði að greiða til baka sóknargjöld til sóknarbarna sinna. Um það bil helmingur nýrra Zuista voru áður skráðir utan trúfélaga, eða 1652. Um það bil þriðjungur kom til Zuista úr þjóðkirkjunni, eða 1053, 127 úr fríkirkjum og um 100 úr lífskoðunarfélögum.

Alls gengu 2412 fleiri úr Þjóðkirkjunni en í hana og af þeim skráðu sig 192 í fríkirkjur. Alls gengu 246 fleiri úr félaginu Siðment í gengu í það og nýskráðir utan félaga voru 830.