Stjórn fasteignafélagsins Eikar tók ákvörðun á mánudag um að bjóða forgangsréttarhöfum að kaupa nýtt hlutafé sem mun hækka eigið fé félagsins um allt að þrjá milljarða króna. Þetta kemur fram í Markaðnum á Fréttablaðinu.

„Við förum í þessa hlutafjáraukningu til að styrkja félagið og efla fyrir skráningu í Kauphöllina," segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, í samtali við Markaðinn. Segir hann forgangsréttarhafana vera þá sem áttu í Eik áður en sameining við Landfesta gekk í gegn.