Gengi hlutabréfa Marel hefur lækkaði um 1,8% það sem af er degi. Það stendur nú í 109 krónum á hlut. Það hefur ekki verið lægra síðan snemma í janúar árið 2011 og merkir að gengishækkun hlutabréfa Marel síðastliðin þrjú ár er að engu orðin.

Gengi bréfa Marel fór hæst í tæpar 160 krónur í febrúar í fyrra. Það stóð í 138 krónum á hlut í byrjun árs en hefur lækkað jafnt og þétt síðan þá. Gengislækkunin frá áramótum nemur 21%.