Arion banki mun ásamt Kaupþing og vogunarsjóðnum Attesor Capital, bera samanlagðan kostnað upp á tæpa þrjá milljarða króna vegna hlutafjárútboðs og skráningu bankans á markað. Hlutafjárútboðið hófst í gær og stefnt er á að fyrsti viðskiptadagur með bréf bankans í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði þann 15. júní nk. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Áætlað er að kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar sé um einn milljarður króna, miðað við það sem kemur fram í skráningarlýsingunni.