Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélagið Hof hafa sett af stað viðræður um mögulegan samrekstur félaganna. Markmiðið með samrekstri er að skapa aðstæður til að sækja fram í menningarlífi í bænum þar sem meira af ráðstöfunarfé nýtist beint í menningu og menningarframleiðslu en minna í umgjörð og yfirbyggingu. Stefnt er að því að halda áfram framleiðslu undir merkjum félaganna en að samlegð af samrekstri skapi aðstæður til að efla framleiðslu og  sameiginlegar stoðdeildir og auka þar með gæði í allri vinnu.

Vinnuhópur hefur verið skipaður en í honum eru fulltrúar félaganna þriggja, þau  Elín Lýðsdóttir, Soffía Gísladóttir og  Þórleifur Stefán Björnsson.  Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verður ráðgjafi við verkefnið og starfsmaður vinnuhópsins en stefnt er að því að vinna tillögurnar hratt og fá niðurstöðu fyrir miðjan júní mánuð.   Vinna miðast við að nýtt rekstrarfélag geti tekið til starfa 1. ágúst ef verkefnið gengur vel.

Aukið samstarf eða samrekstur er í samræmi við viljayfirlýsingar Akureyrarbæjar á síðustu misserum og í samræmi við nýlega samþykkta menningarstefu bæjarins.  Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu segir að ekki standi til að af hálfu bæjarins að draga úr framlögum til framleiðslu Leikfélags Akureyrar á leiklistartengdu efni