Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar ákærði í dag þrjá fyrrverandi starfsmenn Barclays bankans fyrir að hagræða Libor vöxtum bankans með óeðlilegum hætti fyrir fjármálakreppuna. Samkvæmt ákæru bankans munu brotin hafa verið framin á árunum 2005 til 2007.

Árið 2012 samþykkti Barclays að greiða meira en 450 milljónir dala í sekt til bandaríska og breska ríkisins vegna sáttagjörðar sem gerð var vegna brota bankans við ákvörðun viðmiðunarvaxta.

Yfirvöld beggja vegna Atlantsála hafa rannsakað þessi brot frá því árið 2012. Libor er meðaltal ákveðinn vaxta sem stórir bankar bjóða og með þessum vöxtum eru lánakjör neytenda og fyrirtækja ákvörðuð.

Bandarísk og bresk yfirvöld segja að bankarnir hefðu gefið hópnum sem reiknar Libor vextina villandi upplýsingar meðal annars til þess að bankarnir litu heilbrigðari út í fjármálakreppunni.

LA Times greindi frá.