Þrjú fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir flesta aðra þegar kemur að innflutningi neysluvara þótt innflutningur sé alls ekki eina starfsemi allra þeirra. Þessi fyrirtæki eru talin eftir stærð: Íslensk Ameríska, 1912 ehf. og Innnes.

Til samans seldu þau fyrir hátt í 19 milljarða króna árið 2010. Og segja má að venjulegur neytandi geti vart brugðið sér í verslun án þess að kaupa einhverjar af vörum þessara fyrirtækja því þau ráða yfir flestum af þekktustu vörumerkjum sem seld eru hér á landi þegar kemur að matar-, drykkjar- og hreinlætisvöru.

Ævintýraleg arðsemi eigin fjár

Reiknuð arðsemi eigin fjár þessara fyrirtækja var nánast ævintýraleg árið 2010 eða frá 55% hjá Innes og upp í 307% hjá 1912 ehf. (áður Nathan & Olsen); samanlagður hagnaður þeirra nam um 1.590 milljónum en samanlagt uppgefið eigið fé um áramótin 2010-2011 nam 1.326 milljónum þannig að arðsemi samanlagðs eigin fjár þessara þriggja fyrirtækja nam tæplega 120%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.