*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 12. ágúst 2017 11:31

Þrír milljarðar í styrki frá 2015

Rúmlega þriðjungur af úthlutuðum styrkjum Reykjavíkurborgar hafa verið fjárfestingarstyrkir til Hörpu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina hefur Reykjavíkurborg ráðstafað rúmum þremur milljörðum króna, nánar tiltekið 3.081 milljónum, í styrki á árunum 2015-2017.

Árið 2015 var 1.168 milljónum úthlutað, 1.133 milljónum árið 2016 og það sem af er ári 2017 hefur 779 milljónum verið úthlutað. Á sama tíma­bili hafa út­gjöld borg­ar­inn­ar vegna sam­starfs­samn­inga numið 26,8 millj­örðum króna. 

Langhæstu styrk­irnir öll árin voru fjár­fest­ing­ar­styrk­ir til Hörpu sem námu samtals, 1.287 milljónum króna en næst­hæst­ir voru svo styrk­ir til Blindra­fé­lags­ins sem námu 53 millj­ón­um króna 2015, 78 millj­ón­um 2016 og 40 millj­ón­um 2017. 

Stikkorð: Reykjavikurborg