Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2015-2016. Þrír nýir tóku sæti í stjórninni, samkvæmt fréttatilkynningu. Ólafur Reimar Gunnarsson og Vala Hrönn Guðmundsdóttir tóku sæti í stað þeirra sem gengu úr stjórn. Auk þess hefur fulltrúi golfnefndar, Sverrir Sigursveinsson, tekið sæti í stjórn en golfmót FVH verður haldið í lok ágúst. Kosið er í embætti stjórnar til tveggja ára í senn.

Félagar FVH eru tæplega þúsund talsins og stóð félagið fyrir fræðslufundum, fyrirtækjaheimsóknum og vinnustofum sem yfir 700 manns sóttu. Nú stendur yfir kjarakönnun á vegum félagsins sem verður kynnt ítarlega í haust.

Stjórn FVH fyrir komandi starfsár, 2015-2016, er þannig skipuð:

•             Formaður stjórnar: Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur
•             Varaformaður: Magnús Gunnar Erlendsson, viðskiptafræðingur
•             Formaður fræðslunefndar: Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur
•             Gjaldkeri: Valdimar Halldórsson, hagfræðingur
•             Formaður ritnefndar og fulltrúi landsbyggðar: Edda Hermannsdóttir, hagfræðingur
•             Fulltrúi samstarfsaðila: Sveinn Agnarsson, hagfræðingur
•             Fulltrúi kynningarmála: Hjalti Rögnvaldsson, viðskiptafræðingur
•             Fulltrúi nýliða: Vala Hrönn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
•             Fulltrúi kjaranefndar: Ólafur Reimar Gunnarsson, viðskiptafræðingur
•             Fulltrúi golfnefndar: Sverrir Sigursveinsson, viðskiptafræðingur