Aðalfundur ÍMARK fór fram 20.maí síðastliðinn. Þar tóku tveir nýir stjórnarmenn sæti í stjórn ÍMARK, þau Hólmfríður Einarsdóttir og Ólafur Nielsen. Guðjón Guðmundsson tók einnig sæti í stjórn ÍMARK fyrr á árinu. Fráfarandi stjórnarmeðlimir eru Magnús Hafliðason, Magnús Árnason og Elínborg Valdís Kvaran.

Ólafur Nielsen hefur starfað við stafræna vöruþróun og markaðssetningu síðastliðinn áratug. Hann er einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri þar sem hann starfar sem sölu- og markaðsstjóri. Þar áður var Ólafur framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Form5 og vefmarkaðsstjóri WOW air.

Hólmfríður Einarsdóttir viðskiptafræðingur af alþjóðamarkaðssviði frá Háskólanum í Reykjavík. Hólmfríður hefur viðamikla reynslu af markaðsmálum og hefur unnið sem markaðsstjóri undanfarin 16 ár; hjá Kaupþingi, Símanum og nú Íslandsbanka.

Guðjón Guðmundsson, Meðeigandi og ráðgjafi hjá Manhattan Marketing, framkvæmdastjóri hjá Einstök Ölgerð ehf. og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.  Guðjón er með Mastersgráðu í International Management frá Thunderbird School of Global Management ásamt B.Sc. gráðu í Alþjóðamarkaðsfræðu frá Tækniháskóli Íslands. Guðjón starfaði áður hjá Vífilfelli, m.a. sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og á markaðs-og sölusviði.